Rekin fyrir færslu á Facebook

AFP

Einstæð móðir í Texas var rekin á fyrsta degi í nýju starfi í leikskóla. Skýringin var sú að hún skrifaði færslu á Facebook sem fór mjög illa í nýju yfirmennina.

Í færslunni skrifaði hún m.a. að hún þyldi ekki að vera í kringum börn. Móðirin, sem er 27 ára, gætti ekki að því að færslan var opin öllum, ekki aðeins vinum hennar. „Ég byrja í nýju starfi á leikskóla í dag en ég algjörlega þoli ekki að vinna á leikskóla,“ skrifaði hún m.a. 

Yfirmaður leikskólans komst á snoðir um færsluna og tilkynnti konunni að hún þyrfti ekkert að vera að því að mæta í vinnuna.

Konan fékk margvíslega gagnrýni fyrir skrif sín. Hún var kölluð heimsk en svo voru aðrir sem sögðu það merkilegt að slettirekur úthverfanna hefði tekist að hafa af henni starf sem hún virkilega þurfti á að halda.

Frétt Independent um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert