Tennisstjarnan í sex ára fangelsi

Bob Hewitt.
Bob Hewitt. AFP

Tennisstjarnan fyrrverandi, Bob Hewitt, hefur verið dæmd í sex ára fangelsi fyrir að nauðga ólögráða stúlkum. Dómurinn var kveðinn upp í Suður-Afríku í dag.

Hewitt er 75 ára og fæddur í Ástralíu. Hann var í mars fundinn sekur um tvær nauðganir og kynferðislegar árásir á stúlkur sem hann þjálfaði á níunda og tíunda áratugnum.

Dómarinn gagnrýndi Hewitt fyrir að hafa ekki sýnt neina iðrun. Hann sagði að réttlætinu yrði að framfylgja, óháð aldri sakborningsins.

Eiginkona Hewitt grátbað dómarann um að sýna miskunn og dæma eiginmanninn í skilorðsbundið fangelsi. Hewitt var dæmdur fyrir ofbeldi gegn þremur stúlkum. Dómarinn sagði að brotin hefðu öll verið svipuð og að ásetningur Hewitts hefði verið greinilegur, segir í frétt BBC.

Fréttir mbl.is:

Tennisstjarna dæmd fyrir nauðganir

Dómi yfir Bob Hewitt frestað

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert