Þjóðaratkvæði um ESB 2016?

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Búist er við að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, leggi fram frumvarp í næstu viku um að þjóðaratkvæði fari fram í landinu um veru þess í Evrópusambandinu. Cameron hét því á síðasta kjörtímabili að slík kosning færi fram ef hann sigraði þingkosningarnar í maí sem hann gerði þegar Íhaldsflokkur hans náði hreinum meirihluta á breska þinginu. Fréttavefurinn Euobserver.com segir frá þessu í dag.

Cameron hafði upphaflega í hyggju að halda þjóðaratkvæðið árið 2017 að loknum viðræðum við Evrópusambandið um breytta skilmála veru Breta í sambandinu en hefur hins vegar í seinni tíð viðrað hugmyndir um að flýta kosningunni og halda hana á næsta ári. Breskir fjölmiðlar telja líklegt að það verði ofan á. Skiptar skoðanir eru á meðal breskra kjósenda um veruna í Evrópusambandinu og hafa skoðanakannanir undanfarin misseri ýmist sýnt meirihluta fyrir því að vera áfram innan sambandsins eða meirihluta gegn því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Ég sel fyrir þig. Vertu í sambandi. Sigrún Ma...
TIL LEIGU
Lítið einbýlishús í Garðabæ til leigu frá 1. okt. til maíloka 2020. Tvö svefnher...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
TUNIKA
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi TUNIKA - 3900 ST.36-52 Sími 588 8050. -...