Neverland komið á sölu

Neverland-búgarður Michaels Jacksons
Neverland-búgarður Michaels Jacksons Mynd/Wikipedia

Neverland, heimili poppkóngsins heitna Michaels Jackson, er komið á sölu og er það falt fyrir 100 milljónir bandaríkjadollara, eða rúmlega 13 milljarða íslenskra króna.

Ekki er um mjög hefðbundið heimili að ræða en þar má meðal annars finna lestarstöð, 50 sæta kvikmyndahús og hús með sex svefnherbergjum.

Á lóðinni er einnig að finna skemmtigarð og dýragarð en fílarnir og aparnir eru löngu farnir. Áhugasamir kaupendur verða að sýna fram á að þeir vilji í raun kaupa eignina áður en þeir fá að skoða sig um. Ekki verður því boðið upp á opið hús fyrir hvern sem er.

Jackson greiddi 19 og hálfa milljón bandaríkjadollara fyrir eignina árið 1988. Hér má lesa nánar um eignina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert