Vilja fara yfir sönnunargögn á ný

Hannah Witheridge og David Miller
Hannah Witheridge og David Miller AFP

Lögfræðingar farandverkamannanna tveggja, sem meðal annars eru ákærðir fyrir að hafa myrt tvo ferðamenn frá Bretlandi á eyjunni Koh Hao í september á síðasta ári, óttast að ekki náist að fara yfir sönnunargögnin í málinu að nýju áður en réttarhöldum í málinu lýkur.

Mennirnir tveir játuðu á síðasta ári að bara ábyrgð á dauða Hönnuh Witheridge og David Miller en drógu játningar sínar síðar til baka og sögðust hafa verið pyntaðir við yfirheyrslur í málinu.

Rannsókn lögreglunnar á málinu hefur verið gagnrýnd og í síðasta mánuði fengu lögfræðingar mannanna heimild til að hefja sjálfstæða rannsókn á sönnunargögnunum. Þar er meðal annars um að ræða lífssýni og föt sem fundust á vettvangi.

Nú hafa lögfræðingarnir aftur á móti fengið að vita að þeir fái ekki upplýsingar um hvort þeir fái gögnin fyrr á fyrsta degi réttarhaldanna 8. júlí.

Lögregla og saksóknari í málinu hafa varið rannsóknina og segja sönnunargögn málsins traust.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert