Lögðu fram „raunhæfar“ tillögur

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. AFP

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, ræddi skuldavanda landsins við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel í gær.

Fyrir fundinn sagðist Tsipras ætli að leggja fram „raunhæfar“ tillögur til að leysa hina langvinnu deilu við lánardrottna um skuldir Grikklands. Hann kvaðst bjartsýnn og taldi að leiðtogar Evrópusambandsins myndu íhuga tillögurnar af alvöru.

Grikkir hafa á undanförnum árum fengið yfir 240 milljarða evra lán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Á morgun eiga þeir að borga af þessum lánum um 300 milljónir evra, sem jafngildir um 44 milljörðum íslenskra króna, og als 1,5 milljarða evra fyrir lok júnímánaðar.

Á mánudagskvöld áttu leiðtogar Þýskalands og Frakklands fund í Berlín, höfuðborg Þýskalands, með lánardrottnum Grikkja, Mario Draghi, bankastjóra Evrópska seðlabankans, og Chrstine Lagarde, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þar náðist eining um lausn sem boðin yrði Grikkjum, en ekki hefur verið upplýst hver hún er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert