Nauðgaði „eiginkonunni“ reglulega

Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa neytt 25 ára konu …
Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa neytt 25 ára konu til að giftast sér gegn vilja hennar. AFP

34 ára karlmaður var í dag dæmdur til 16 ára fangelsisvistar fyrir að hafa neytt konu til að ganga í hjónaband með sér. Þetta er í fyrsta skipti sem dæmt er fyrir brot af þessu tagi í Bretlandi. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa neytt 25 ára konu til að giftast sér gegn vilja hennar.

Karlmaðurinn, sem þegar var giftur, nauðgaði fórnarlambi sínu reglulega frá mars og fram í september á síðasta ári. Hótaði hann konunni að birta myndskeið úr myndavél sem hann kom fyrir þegar hún var í sturtu án þess að láta hann vita ef hún neitaði að giftast honum.

Skömmu áður en konan átti að bera vitni fyrir dómi játaði hann sök í málinu. Lög sem banna nauðungarhjónaband tóku gildi í Englandi og Wales í júní á síðasta ári. Dómari í málinu sagði meðal annars að maðurinn hefði stöðugt hótað konunni svo hún segði ekki frá brotum hans.

„Þegar þú nauðgaðir henni fyrst, var hún enn hrein mey,“ sagði dómarinn og bætti við að það hefði verið ásetningur mannsins að veita henni óbætanlegan skaða svo enginn myndi vilja hana.

1.267 mál komu til vegna nauðungarhjónabanda í Bretlandi á síðasta ári, þar af 11% vegna einstaklinga undir 16 ára aldri. Málin tengjast íbúum 80 landa en 38% málanna tengjast Pakistan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert