Aldagömul dómkirkja í ljósum logum

Eldurin er að mestu í þaki byggingarinnar.
Eldurin er að mestu í þaki byggingarinnar. Mynd/Twitter/The Local

Eldur kom upp í Saint-Donatien dómkirkjunni í borginni Nantes í Frakklandi í dag. Morgunmessu var að ljúka þegar eldurinn kom upp og gekk vel að rýma bygginguna. 

40 slökkviliðsmenn eru að störfum við að slökkva eldinn en það gengur erfiðlega. Eldurinn er að mestu í þaki byggingarinnar eins og sést á meðfylgjandi myndum. 

Byggingu þessarar sögulegu kirkju lauk árið 1887. 

Sjá frétt BBC.

Saint-Donatien dómkirkjan.
Saint-Donatien dómkirkjan. Mynd/Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert