Tsarnaev dæmdur til dauða

Dzhokhar Tsarnaev.
Dzhokhar Tsarnaev. AFP

Dóm­ari við al­rík­is­dóm­stól í Banda­ríkj­un­um dæmdi í kvöld Dzhok­h­ar Ts­arna­ev, sem ásamt bróður sín­um Tamerl­an stóð að sprengju­árás­inni á Bost­on-maraþonið 2013, formlega til dauða.

Hinn 21 árs gamli Tsarnaev bað fórnarlömb sín afsökunar þegar hann tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um málið í dómssalnum í kvöld.

„Ég vil nú biðja fórnarlömbin og þá sem komust lífs af afsökunar,“ sagði hann. „Ég er sekur.“ Það væri enginn vafi á því.

Kviðdómur dæmdi hann einróma til dauða 15. maí síðastliðinn. Hann tjáði sig aldrei við réttarhöldin.

Þetta er í fyrsta sinn sem Tsarnaev sýnir opinbera iðrun vegna árás­anna sem kostuðu þrjá lífið og særðu 264 aðra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert