Ný ríkisstjórn tekin við í Danmörku

Lars Løkke Rasmussen, nýr forsætisráðherra Danmerkur.
Lars Løkke Rasmussen, nýr forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Lars Løkke Rasmussen, nýr forsætisráðherra Danmerkur, gekk á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar í Amalíuborgarhöll í morgun og tilkynnti henni að hann hefði myndað nýja minnihlutastjórn í landinu.

Sautján ráðherrar verða í ríkisstjórn Rasmussen, fimm konur og tólf karlar, öll úr flokki hans, Venstre.

Minnihlutastjórnin mun aðeins hafa 34 þingsæti af 179 og er því ljóst að staða hennar verður heldur veik á þinginu.

Ríkisstjórn Helle Thorning-Schmidt féll í dönsku þingskosningunum 18. júní síðastliðinn og fékk Rasmussen stjórnarmyndunarumboðið, þrátt fyrir að flokkur hans, Venstre, hafi beðið afhroð í kosningunum og tapað miklu fylgi.

Sigurvegari kosninganna, Danski þjóðarflokkurinn, vill hins vegar ekki í ríkisstjórn en stjórnarmyndunarviðræður Venstre við flokkinn fóru út um þúfur. Rasmussen sagði einnig að ekki hefði gengið að mynda ríkisstjórn með hinum hægri flokkunum. Stefna flokkanna væri einfaldlega of ólík.

Godmorgen :-)Klokken 10.00 går jeg til Dronningen for at forestille den nye regering. Vi mødes forinden – om 45 min. -...

Posted by Lars Løkke Rasmussen on Saturday, June 27, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert