Bera ef til vill ábyrgð á MH17

Við flak MH17
Við flak MH17 AFP

Hollenskir saksóknarar telja sig hafa fundið nokkra sem talið er að hafi hugsanlega átt þátt í því að farþegavélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu síðasta sumar. Enginn er þó grunaður í málinu sem stendur.

298 manns voru um borð í vélinni sem var í eigu Malaysia Airlines og létu allir lífið. Meirihluti farþega vélarinnar var frá Hollandi. Rannsókn á málinu stendur enn yfir. Vélin, sem var af gerðinni Boeing 777, var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur. Von er á skýrslu um málið í lok þessa árs.

Þrjár vél­ar á veg­um Luft­hansa flugu yfir svæðið sama dag og vél Malaysia Air­lines var grandað, ein aðeins tutt­ugu mín­út­um áður. Svo virðist sem til­vilj­un hafi ráðið því að eng­in þeirra varð fyr­ir árás.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert