Veiti aðskilnaðarsinnum sjálfstjórn

Angela Merkel og Francois Hollande.
Angela Merkel og Francois Hollande. AFP

Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, og Francois Hollande Frakklandsforseti hvöttu í gær stjórnvöld í Úkraínu til þess að veita aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins sjálfstjórn.

Fram kemur í frétt AFP að yfirlýsing leiðtoganna tveggja sé til marks um þverrandi þolinmæði þeirra gagnvart úkraínskum ráðamönnum á sama tíma og átök halda áfram í Úkraínu fimm mánuðum eftir að samið var um vopnahlé. Samkomulagið kvað á um þriggja ára sjálfstjórn héraðanna Lugansk og Donetsk sem eru á valdi aðskilnaðarsinna.

Aðskilnaðarsinnarnir hafa krafist þess að sjálfstjórn héraðanna verði fest í stjórnarskrá Úkraínu til þess að tryggja hana í sessi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert