Þrír fangelsisstarfsmenn ákærðir

Joaquin Guzman Loera, eða öðru nafni
Joaquin Guzman Loera, eða öðru nafni "el Chapo Guzman". AFP

Yfirvöld í Mexíkó hafa ákært þrjá starfsmenn fangelsisins fyrir að hafa veitt eiturlyfjabaróninum Joaquin Guzman aðstoð við að flýja úr fangelsi þann 11. júlí á þessu ári.

Upphaflega voru sjö starfsmenn fangelsisins handteknir vegna málsins en aðeins þrír eru ákærðir. Í tilkynningu frá ákæruvaldinu kemur fram að þessir þrír starfsmenn hafi vitað af göngunum sem voru útbúin frá fangelsinu og út fyrir fangelsisveggina. 

Talið er að hinir ákærðu séu tveir sem starfað hafi sem verðir og einn starfsmaður sem hafi haft yfirumsjón með öryggismyndavélum. Við yfirheyrslur gekk mönnunum illa að svara spurningum lögreglu. Verðirnir tveir gátu til dæmis ekki útskýrt það hvers vegna þeir hafi ekki svarað símanum þegar átti að kalla þá út við flóttann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert