Barnslík í tösku rannsakað

Madeleine McCann
Madeleine McCann -

Breska lögreglan  rannsakar nú líkamsleifar sem fundust nýverið í ferðatösku í Ástralíu en líkið er af ungri ljóshærði stúlku. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þetta geti verið Madeleine McCann en það er meðal þess sem er verið að rannsaka.

Samkvæmt frétt Guardian og NBC fannst ferðataska með barnlíki við þjóðveg á afskekktum stað í Suður-Ástralíu fyrr í mánuðinum. Svo virðist sem líkið sé af tveggja til fjögurra ára gamalli stúlku með ljóst hár. Talið er að stúlkan hafi verið myrt annars staðar en þar sem líkið fannst og er talið að hún hafi látist einhvern tíma frá ársbyrjun 2007.

Auk líkamsleifanna voru föt og teppi í töskunni sem skammt frá þjóðveginum í Wynarka, skammt frá Adelaide.

Madeleine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf úr hótelíbúð fjölskyldunnar þann 3. maí 2007 í Algarve í Portúgal.

Breska lögreglan hefur staðfest við fjölmiðla að hún hafi óskað eftir upplýsingum um líkamsleifarnar en ekki hefur tekist að bera kennsl á líkið. Hins vegar telur ástralska lögreglan litlar sem engar líkur á að þetta sé McCann.

Madeleine McCann
Madeleine McCann PA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert