Vinsældir dala eftir flótta Guzmáns

Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó.
Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó. AFP

Vinsældir Enrique Pena Nieto, forseta Mexíkó, hafa dalað verulega eftir að mexíkóski eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzmán slapp úr öryggisfangelsi í landinu þann 11. júlí. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru aðeins 34% Mexíkóa ánægðir með störf forsetans, en hlutfallið var 39% í marsmánuði.

Málið þykir hið vandræðlegasta fyrir Nieto, en aðeins sautján mánuðir eru síðan lögreglan í landinu handsamaði eiturlyfjabaróninn.

79% aðspurðra sögðust vera óánægðir með viðbrögð Pena Nieto við flóttanum og þá sagðist mikill meirihluti, 79% aðspurðra, trúa því að embættismenn hefðu hjálpað Guzmán að brjóta sér leið úr fangelsinu.

Mexíkósk yfirvöld hafa ákært þrjá fangaverði fyrir að hafa veitt Guzman aðstoð við flóttann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert