675 milljónir til höfuðs Guzmáns

AFP

Bandarísk stjórnvöld hafa boðið fimm millljónir dala, sem jafngildir um 675 milljónum króna, að launum fyrir upplýsingar sem geti leitt til handtöku eiturlyfjabarónsins Joaquin Guzmán.

Guzman slapp úr öryggisfangelsi í Mexíkó þann 11. júlí síðastliðinn. Ekki hefur spurst til hans síðan.

Chuck Rosenberg, framkvæmdastjóri bandarísku fíkniefnalögreglunnar, telur að Guzman sé enn í Mexíkó. Hann sé líklegast í felum í heimaríki sínu, Sinaloa, í norðvesturhluta Mexíkó.

Hann bætir þó við að það sé bara ágiskun.

Stuttu eftir að Guzman slapp úr fangelsinu tilkynntu mexíkósk yfirvöld að þau byðu 3,8 milljónir dala, sem jafngildir um 513 milljónum króna, fyrir upplýsingar sem gætu leitt til handtöku.

Guzm­an, sem stýrði Sinaloa-glæpa­sam­tök­un­um, er álit­inn einn hættu­leg­asti glæpa­maður Mexí­kó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert