„Ég vil ekki deyja ungur“

Taylor var nítján ára gamall.
Taylor var nítján ára gamall. Ljósmynd/Twitter

Hinn nítján ára gamli Christian Taylor var skotinn til bana af lögregluþjóni í Texas í gær. Taylor var blökkumaður, en lögregluþjónninn hvítur. Lögreglu barst tilkynning um innbrot í bílaumboð í borginni Arlington og voru tveir menn sendir á staðinn, annar þeirra lögregluþjónn í þjálfun. Þar hafði Taylor ekið bíl sínum á sýningarsalinn og var fyrir utan að vinna skemmdir á öðrum bíl samvkæmt tilkynningu frá lögregluyfirvöldum. „Lögregluþjónarnir fóru og ræddu við hann, en þá kom til áfloga. Annar þeirra dró þá upp vopn sitt og skaut Taylor,“ segir í tilkynningu.  Þar kemur jafnframt fram að rannsókn sé hafin á atvikinu, en Taylor var óvopnaður.

Málið er eitt fjölmargra sem hafa komið upp undanfarin misseri þar sem hvítir lögregluþjónar skjóta blökkumenn og hafa vakið mikla reiði vestanhafs. Þannig er t.a.m. ár síðan hinn átján ára gamli Michael Brown var skotinn til bana af lögreglu í bænum Ferguson í Missouri, en alda mótmæla og óeirða spratt upp í kjölfarið.

Frétt mbl.is: Byltingin hófst í Ferguson

Nokkrir þekktir einstaklingar hafa tjáð sig um atvik gærdagsins á samskiptamiðlinum Twitter, t.a.m. tennisstjarnan Serena Williams.

Þá hafa einnig fjölmargir „endurtíst“ tíu daga gömlu tísti Taylors sjálfs þar sem hann kveðst ekki vilja deyja ungur.

Frétt Sky News 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert