Áfrýja dauðadómi Morsis

Mohamed Morsi.
Mohamed Morsi. AFP

Lögmaður Mohamed Morsi, fyrrverandi forseta Egyptalands, og fleiri manna sem voru dæmdir til dauða í maímánuði hefur áfrýjað dómnum.

Morsi var fundinn sekur um að hafa frelsað fanga úr fanglesum á meðan uppreisninni gegn Hosni Mubarak, þáverandi forseta Egyptalands, stóð árið 2011.

„Við höfum áfrýjað til Cassation-dómstólsins fyrir hönd allra fanganna, þar á meðal Morsi,“ sagði lögmaðurinn Abdel Moneim Abdel Masqsud.

Yfir hundrað aðrir sak­born­ing­ar, sem tóku þátt í aðgerðunum með Morsi, hafa einnig verið dæmdir til dauða.

Í apr­íl­mánuði var Morsi jafn­framt dæmd­ur í tutt­ugu ára fang­elsi vegna morða á mót­mæl­end­um í for­setatíð hans.

Morsi var hrak­inn frá völd­um af hern­um í júlí árið 2013 í kjöl­far fjöl­menntra og tíðra mót­mæla á göt­um úti. Stjórn­völd bönnuðu einnig stjórn­mála­flokk hans og hand­tóku þúsund­ir stuðningsmanna hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert