Enduropna kjarnorkuver við eldfjallaeyju

AFP

Japanska veðurstofan sendi íbúum nálægt Sakurajima-eldfjallinu skilaboð í gær þar sem þeir eru beðnir um að undirbúa rýmingu á svæðinu. Talið er líklegt að eldfjallið gjósi á næstunni eftir að aukin virkni hefur mælst undanfarið. Það sem er enn athyglisverðara við Sakurajima-eldfjallið er að í aðeins 50 km fjarlægð er Sendai-kjarnorkuverið sem var tekið í gagnið að nýju á þriðjudaginn eftir að því var lokað í kjölfar Fukushimaslyssins árið 2011.

Síðasta eldgosið í Sakurajima varð fyrir aðeins tveimur árum síðan. Flaug þá aska meira en 5 þúsund metra upp í loftið. Ontoke-eldfjallið í Japan gaus líka í fyrra og létust 63. Var það mannskæðasta eldgosið í nær 90 ár í landinu. 

„Það er taldar líkur á því að steinar komi fljúgandi niður af fjallinu. Þess vegna vörum við íbúana við og hvetjum þá til þess að undirbúa rýmingu á svæðinu,“ segir í tilkynningu frá veðurstofunni til íbúanna.

Öllum kjarnorkuverum í landinu var lokað árið 2011 eftir slysið í Fukushima þegar risaalda eyðilagði verið með skelfilegum afleiðingum fyrir íbúa og umhverfið. Um 120 þúsund íbúar þurftu að flýja svæðið og fæstir þeirra munu geta snúið aftur til Fukushima á næstunni.

Eftir slysið ákvað japanska ríkisstjórnin að hætta ætti notkun á kjarnorku. Yrði notkuninni hætt hægt og rólega með öryggissjónarmið í huga. Þeirri ákvörðun var aftur á móti snúið við árið 2014 og er nú verið að opna mörg kjarnorkuveranna að nýju. 

Verið er að gera prófanir á jarðveginum í Fukushima eftir …
Verið er að gera prófanir á jarðveginum í Fukushima eftir slysið sem varð þar árið 2011. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert