Ljónadráparinn snýr úr felum

Cecil var með mjög sérstakan dökkan makka.
Cecil var með mjög sérstakan dökkan makka. Af Wikipedia

The Telegraph birtir í dag fyrstu myndirnar sem náðst hafa af Walter Palmer, alræmdasta tannlækni heims. Palmer þessi er þó ekki þekktur fyrir sadískar tilhneigingar sínar við tannlæknastólinn heldur á sléttum Zimbabwe en hann er sakaður um að hafa drepið ljónið Cecil í síðasta mánuði.

<blockquote class="twitter-tweet">

Hunter caught on camera - <a href="https://twitter.com/hashtag/CecilTheLion?src=hash">#CecilTheLion</a>'s killer Walter Palmer comes out of hiding <a href="http://t.co/nCpIygksrB">http://t.co/nCpIygksrB</a> <a href="http://t.co/fsCC2oTrSu">pic.twitter.com/fsCC2oTrSu</a>

— The Telegraph (@Telegraph) <a href="https://twitter.com/Telegraph/status/633303281314328577">August 17, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Palmer hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu vikur enda hefur hann þurfti að þola hótanir og fúkyrði frá öllum heimshornum í kjölfar dauða Cecils. Setið var um heimili hans og var tannlæknastofunni sem hann vann á lokað vegna ágangs fjölmiðla og dýraunnenda.

Talið er að Palmer hafi greitt 35 þúsund pund fyrir að fá að skjóta og drepa Cecil með boga og örvum. Cecil var 13 ára gamall og hafðist við á svæði þar sem ljón eru friðuð. Talið er að hann hafi verið lokkaður út af svæðinu með dýrshræi. Margir aðdáenda Cecil hafa farið fram á að Palmer verði framseldur til Zimbawe en ólíklegt þykir að svo verði. Veiðimaðurinn sem aðstoðaði Palmer, Theo Bronkhorst, hefur verið kærður fyrir veiðiþjófnað.

mbl.is