Bretar opna sendiráð í Íran á ný

Íranskar gæslusveitir stóðu vörð fyrir utan breska sendiráðið í dag …
Íranskar gæslusveitir stóðu vörð fyrir utan breska sendiráðið í dag þegar Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands, var í heimsókn AFP

Utanríkisráðherra Bretlands, Philip Hammond, tók þátt í opnunarathöfn sendiráðs landsins í Tehran, höfuðborg Íran, í dag en fjögur ár eru síðan sendiráðinu var lokað eftir að mótmælendur brutust þar inn. Þetta er fyrsta heimsókn bresks utanríkisráðherra til landsins síðan árið 2003.

Sex vikum áður náðist samkomulag við Írani við Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Kína og Rússland um kjarnorkuáætlun Íran, en á móti verður viðskiptaþvingunum gegn ríkinu aflétt.

Á athöfninni í dag sagði Hammond að árásin 2011 á sendiráðið hefði verið lágpunktur, en síðan Hassan Rouhani hafi verið kosinn forseti hefðu samskiptin farið stigbatnandi. Sagði hann að Íran verði áfram mikilvægt land út frá staðsetningu sinni á svæði sem sé nokkuð óstöðugt. „Að halda uppi samræðum um allan heim, jafnvel undir erfiðum kringumstæðum, er krítískt,“ sagði Hammond.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert