Ráðherrar ræða flóttamannavandann

Varðskipið Týr við höfn í Pozzallo á Sikiley með 320 ...
Varðskipið Týr við höfn í Pozzallo á Sikiley með 320 flóttamenn fyrr í sumar. mbl.is/Landhelgisgæslan

Innanríkis- og dómsmálaráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa verið boðaðir á fund þann 14. september nk. til þess að fjalla um hvernig leysa beri flóttamannavandann sem Evrópuríkin hafa verið takast á við. Fundurinn er boðaður í kjölfar þess að innanríkisráðherrar Þýskalands, Frakklands og Bretlands óskuðu eftir því að slíkur fundur yrði boðaður innan tveggja vikna svo taka mætti raunveruleg skref í átt að því að leysa vandann.

Þetta kemur fram á vef dagblaðsins The Guardian.

Aldrei hafa fleiri flóttamenn streymt yfir landamæri Evrópu en í júlímánuði einum komu 100.000 flóttamenn til Evrópu og það sem af er af árinu hafa 340.000 manns flúið frá heimkynnum sínum til Evrópu. Í fréttinni segir einnig að Ítalía og Grikkland hafi átt erfitt með að takast á við flóttamannastrauminn á meðan að lýst hafi verið yfir neyðarástandi í Makedóníu.

mbl.is
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. Fullbókað er fram yfir verslunarm...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...