Grænn vöxtur spari biljónir

Aukin áhersla á almenningssamgöngur er ein þeirra leiða sem hagfræðingar ...
Aukin áhersla á almenningssamgöngur er ein þeirra leiða sem hagfræðingar telja að geti stuðlað að grænum vexti borga heims. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Með því að bæta almenningssamgöngur, reisa orkunýtnar byggingar og betri sorphirðu og endurvinnslu gætu borgið heims sparað allt að 22 biljónir (milljón milljónir) dollara og dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur árslosun Indlands. Þetta er áætlað mat hagfræðinga og rannsóknastofnana.

Alþjóðlega nefndin um loftslag og efnahag (e. Global Commission on Climate and Economy) er sjálfstæð stofnun fyrrverandi fjármálaráðherra og rannsóknastofnana frá Bretlandi og sex öðrum löndum. Niðurstaða greiningar hennar er að grænn vöxtur borga stuðli að hagvexti og aukinna lífsgæða á sama tíma og dregið er úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Með stuðningi ríkisstjórna væri hægt að spara allt að 22 milljónir milljóna dollara í samgöngu-, húsnæðis- og sorphirðukostnað fram til 2050. Draga myndi úr losun um 3,7 gígatonn á ári sem er meira en heildarlosun Indlands á einu ári.

„Það eru nú vaxandi vísbendingar um að hægt sé að draga úr losun á sama tíma og hagkerfi halda áfram að vaxa. Að verða vistvænni og setja heiminn, sérstaklega borgirnar, á braut minni kolefnisnotkunar er raunverulega gerlegt og æskilegt efnahagslega,“ segir Seth Schultz, rannsakandi hjá C40-loftslagsforystuhópnum sem veitti ráðgjöf við gerð skýrslu nefndarinnar.

Frétt The Guardian af ávinningi græns vaxtar borga

mbl.is
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Leysiboy til sölu.
Leysiboy stóll til sölu kr.17,000,- uppl. 8691204....