Lífsýni mannanna ekki á verkfærinu

Hér fer aðalmeðferð málsins fram.
Hér fer aðalmeðferð málsins fram. AFP

Sérfræðingur í réttarmeinafræði segir að lífssýni sem fundust á verkfæri sem talið er hafa verið notað til að myrða tvo breska ferðalanga á eyjunni Koh Tao í september í fyrra ekki vera af farandverkamönnunum tveimur sem ákærðir eru í málinu.

Aðalmeðferð fer nú fram í málinu. Lík þeirra Hönnuh Witheridge og David Miller fundust á strönd eyjunnar. Konunni, sem var 23 ára, hafði verið nauðgað og þá voru þau bæði með líkamlega áverka. Zaw Lin og Wei Phuo, báðir 22 ára, eru ákærðir í málinu en segjast saklausir. Þeir játuðu á sig morðin en drógu játningarnar til baka nokkru síðar þegar þeir höfðu rætt við lögfræðinga.

Réttarmeinafræðingar segja lífssýni mannanna ekki vera á verkfærinu. Þá hafi lögregla staðið illa að rannsókn á vettvangi á ströndinni þar sem líkin fundust og hafi lögregla meðal annars ekki rannsakað blóðslettur. Eitt líkið var fært og sönnunargögnum þannig spillt. Einnig voru fáar myndir teknar á vettvangi.

Koh Tao er vinsæl meðal ferðalanga.
Koh Tao er vinsæl meðal ferðalanga. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert