Cameron styðji Evrópuher

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Forsenda þess að Þýskaland styðji óskir Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um breytingar á Evrópusambandinu er að Cameron láti af andstöðu sinni við að komið verði á sameiginlegum her innan sambandsins.

Fullyrt er í breska dagblaðinu Daily Telegraph þetta sé skilyrði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, fyrir stuðningi við óskir hans. Fram kemur í fréttinni að Merkel ætli að fara fram á það við Cameron að hann standi ekki í vegi fyrir því að hún leggi fram áform um samruna herja Evrópusambandsríkjanna. Rifjað er upp að Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi nýverið sagt að samið yrði við Breta gegn því að þeir veittu samþykki sitt fyrir því að settar yrðu á laggirnar nokkrar nýjar valdamiklar stofnanir á vegum sambandsins.

Vísað er í ónafngreindan heimildar mann í Berlín, höfuðborg Þýskalands, í fréttinni. Merkel líti svo á að greiði kalli á annan greiða. Ekki verði gerð krafa um að Bretar taki þátt í sameiginlegum Evrópuher en hins vegar sé hætt við því að slíkur her án þátttöku Breta yrði til þess að draga úr vægi þeirra. Ekki síst vegna varnarsamstarfs við Bandaríkjamenn að mati sérfræðinga. Bandaríkin væru líkleg til þess að leggja meiri áherslu á samstarf við Evrópuherinn.

Dagblaðið segist ennfremur hafa undir höndum gögn um fyrirhugaðan Evrópuher. Þar sé meðal annars kveðið á um varanlegar sameiginlegar höfðustöðvar, sameiginleg útboð vegna vopnakaupa og sameiginlega stefnumótun í hermálum. Til skamms tíma verði stefnt að auknu samstarfi herjanna en til lengri tíma sameiginlegum Evrópuher.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...