Sjálfstæðissinnar lýsa yfir sigri

Sjálfstæðissinnar lýstu í kvöld yfir sigri í þingkosningum sem haldnar voru í Katalóníu á Spáni í dag. Sigurinn mun að þeirra sögn leiða til þess að Katalónía lýsi yfir sjálfstæði frá Spáni.

„Við höfum sigrað,“ hrópaði Artur Mas, forseti Katalóníuhéraðs í ræðu sem hann hélt fyrir stuðningsmenn flokksins, sem hrópuðu og veifuðu fánum Katalóníu í Barselóna. Þegar búið var að telja 83% atkvæða er allt útlit fyrir að bandalag Mas, hvers helsta baráttumál er sjálfstæði Katalóníu, myndi ná meirihluta á þinginu taki það höndum saman við vinstriflokka í héraðinu, sem einnig eru fylgjandi sjálfstæði Katalóníu.

Saman hafa flokkarnir 73 þingsæti, fimm fleiri en þau 68 sem þarf til að ná meirihluta á þingi Katalóníu.

Eftir að stjórnvöld á Spáni bönnuðu að haldin yrði atkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu sagði Mas að í þessum þingkosningum fengju íbúar Katalóníu kost á að kjósa sér „frelsi“ frá Madríd.

Sjálfsstæðissinnar hafa lofað að lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu fyrir 2017 takist þeim að ná meirihluta á þingi Katalóníu. Ríkisstjórn Spánar hefur á hinn bóginn sagt fyrirhugaða sjálfstæðisyfirlýsingu ólöglega og vill að landi standi saman og verði áfram fjórða stærsta hagkerfi evrusvæðisins.

Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, sem er á móti fyrirætlunum flokkanna hefur kallað aðskilnaðinn vitleysu og lofað því að stöðva aðskilnað fyrir dómstólum. Stjórnarskrá Spánar leyfi héröðum ekki að kljúfa sig frá Spáni.

Artur Mas fagnar með stuðningsmönnum sínum í Barselóna.
Artur Mas fagnar með stuðningsmönnum sínum í Barselóna. AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert