Snowden tilbúinn að fara í fangelsi

Edward Snowden hefur dvalið í Rússlandi í tvö ár.
Edward Snowden hefur dvalið í Rússlandi í tvö ár. AFP

Edward Snowden segist oft hafa boðist til að fara í fangelsi í Bandaríkjunum og koma þar með út „útlegð“ í Rússlandi. Hann segist enn vera að bíða eftir svörum frá ríkisstjórn Bandaríkjanna.

Bandaríski uppljóstrarinn er þekktastur fyrir að hafa ljóstrað upp um ýmis leynigögn bandarískra stofnana greindi frá þessu í viðtali við BBC, breska ríkisútvarpið. Þar sagðist hann vera tilbúinn að komast að samkomulagi við bandarísk yfirvöld.

„Enn sem komið er hafa þau ekki sagt að þau muni ekki pynta mig, sem er byrjun. Ég held að við höfum ekki komist mikið lengra en það,“ sagði Snowden en hann hefur dvalið í Rússlandi í tvö ár.

Snowden var spurður hvort hann og lögfræðingur hans væru að ræða samningi við ríkisstjórn Bandaríkjanna. „Við erum enn að bíða eftir því að þau hringi í okkur,“ svaraði Snowden.

Snowden telur á ákærurnar á hendur honum séu ekki sanngjarnar.

„Samkvæmt njósnalöggjöfinni er hver sem útvegar almenningi upplýsingar sekur, hvort sem það er rétt eða rangt,“ sagði hann. „Þér er ekki einu sinni heimilt að útskýra fyrir dómi hvað varð til þess að þú ákvaðst að deila upplýsingunum. Það snýst bara um hvort þú deildir þeim eða ekki. Ef þú gerðir það færð þú lífstíðarfangelsi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert