Maðurinn með fingurinn gafst upp

Nobukazu Kuriki hefur reynt við Everest fimm sinnum
Nobukazu Kuriki hefur reynt við Everest fimm sinnum AFP

Japanski fjallgöngumaðurinn Nobukazu Kuriki, sem er aðeins með einn fingur eftir að hafa misst níu þegar hann gerði tilraun til að komast á topp Everest árið 2012, mun ekki komast á topp fjallsins að þessu sinni. Þetta er önnur tilraun hans á þessu ári til að ná á toppinn.  

Kuriki, missti fingurna þegar hann kól illa. Hann er sá eini sem reynt hefur að komast á toppinn að undanförnu. Enginn hefur farið alla leið upp í ár en 18 manns létu lífið í grunnbúðum fjallsins þegar jarðskjálftar skóku Nepal í vor.

„Gerði mitt besta en áttaði mig á því að ég myndi ekki snúa til baka á lífi en ég færi lengra vegna sterkra vinda og mikillar snjókomu,“ tísti Kuriki á Twitter.

Frétt mbl.is: Reynir aftur við Everest

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert