Er tilbúinn í stríð við Bandaríkin

Kim Jong-Un var sáttur með sitt fólk.
Kim Jong-Un var sáttur með sitt fólk. AFP

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður Kóreu, segist vera tilbúinn í stríð við Bandaríkin en í dag fóru fram hátíðarhöld í landinu í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá stofnun norðurkóreska Verkamannaflokksins. Bú­ist var við því að hátíðar­höld­in í dag yrðu þau mestu í sögu lands­ins.

Her lands­ins stóð fyr­ir skrúðgöngu þar sem bryn­var­in öku­tæki og flug­skeyti voru ekin í gegn­um höfuðborg­ina Pjongj­ang. Her­menn gengu fylktu liði á eft­ir. Engum erlendum þjóðhöfðingjum var þó boðið að taka þátt í hátíðarhöldunum en tugir þúsunda hermanna tóku þátt í skrúðgöngunni.

Í sinni fyrstu opinberu ræðu í þrjú ár lýsti Kim því yfir að þjóðin væri tilbúin í átök við óvin sinn, Bandaríkin. „Flokkurinn okkar lýsir því hér yfir að okkar byltingakenndi her geti barist við allar þær gerðir af stríði sem Bandaríkin geta valdið,“ sagði leiðtoginn við mikil fagnaðarlæti.

Íbúar Norður-Kóreu fögnuðu leiðtoga sínum og er talið að tugir þúsunda hafi fylgst með athöfninni.

Konur klæddar í þjóðbúning Norður Kóreu veifðu blómum
Konur klæddar í þjóðbúning Norður Kóreu veifðu blómum AFP
Gleðin var við völd.
Gleðin var við völd. AFP
AFP
Mörg þúsund hermenn tóku þátt í skrúðgöngunni.
Mörg þúsund hermenn tóku þátt í skrúðgöngunni. AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert