Græðgi að rústa heiminum

Frans páfi er í ítarlegu viðtali við franska tímaritið Paris …
Frans páfi er í ítarlegu viðtali við franska tímaritið Paris Match Forsíða Paris Match í dag

Frans páfi bað heiminn um að hafna hugmyndafræði peninganna og segir að græðgi sé að steypa heiminum í glötun.  Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali franska tímaritsins Paris Match við páfann í dag. 

Að sögn páfa er hagkerfi heimsins óhæft eins og það er í dag. Hann segir að kapítalismi og hagnaður sé ekkert djöfullegt svo lengi sem við gerum þá ekki að átrúnaðargoðum heldur leyfum þeim að vera tæki til aðstoðar. 

En ef peningar og hagnaður séu látin skipta öllu máli og séu það sem við trúum á og dýrkum, ef græðgi verður undirstaðan í hagkerfi okkar og þjóðfélagi þá stefni þjóðfélög heims beint til glötunar.

Frans páfi segir það sé brýnt að takast á við fátækt og umhverfismál í heiminum en viðtalið hefur vakið athygli í morgun því Paris Match er þekktara fyrir að fjalla um fræga fólkið, konungborna og milljarðamæringa heldur málefni eins og fátækt og umhverfismál.

Að sögn páfa má mannfólkið ekki enda sem þrælar peninga, mannúð verður að koma framar peningaglýju og það verður að koma fram við náttúruna af alúð og gæta hennar fyrir komandi kynslóðir sem mun búa á jörðinni á eftir okkur. Hann segist vonast til þess að loftlagsráðstefnan í París í desember muni skipta sköpum varðandi umhverfismál í heiminum.

Þegar hann er spurður út í stríðið í Sýrlandi og Írak segir hann að heimurinn verði að bregðast hratt við neyðinni en um leið að taka á uppruna átakanna.

„Spyrjum okkur sjálf hvers vegna er svona mikið um stríð og ofbeldi... Ekki gleyma hræsni leiðtoga heimsins sem tala um frið en selja vopn undir borðið,“ segir Frans páfi meðal annars í viðtalinu.

Hér er hægt að lesa viðtalið í heild á frönsku, ensku og spænsku

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert