Líðan ebólusjúklings batnar

Pauline Cafferkey er haldið í einangrun á Royal Free sjúkrahúsinu …
Pauline Cafferkey er haldið í einangrun á Royal Free sjúkrahúsinu í Lundúnum. AFP

Líðan Pauline Cafferkey, sem greindist nýverið með ebólu í annað skiptið, fer batnandi en hún er í einangrun á sjúkrahúsi í Lundúnum. 

Cafferkey er skoskur hjúkrunarfræðingur sem smitaðist af ebólu er hún stafaði á heilsugæslu í Sierra Leone í fyrra. Hún var á milli heims og helju í lok ársins en eftir að hafa verið á Royal Free sjúkrahúsinuí Lundúnum í um mánuð var hún útskrifuð í janúar án einkenna. 

 Cafferkey, sem er 39 ára, fór hins vegar að finna fyrir svipuðum einkennum í byrjun október og var lögð inn á sjúkrahúsi í kjölfarið í Skotlandi. En þegar heilsu hennar fór hrakandi var hún flutti með sjúkraflugi til Lundúna. Í síðustu viku var orðið tvísýnt um hvort hún myndi vinna bug á veikindunum en í gær var tilkynnt um að ástand hennar væri alverlegt en stöðugt.

Eftir að Cafferkey náði bata fyrr á árinu sneri hún aftur til starfa við heilsugæslu í South Lanarkshire. Þegar hún varð lasin fyrr í mánuðinum leitaði hún til Queen Elizabeth háskólasjúkrahússins í Glasgow en var send heim af lækni á bráðamóttöku sem ekki gerði sér grein fyrir því að ebólan hafði tekið sig upp hjá henni á nýjan leik, að sögn fjölskyldu hennar.

Alls hafa 40 af þeim 58 sem voru í nánum samskiptum við Cafferkey verið bólusettir í öryggisskyni.

Frétt BBC

Frétt Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert