17 látnir og fjölmargir slasaðir

Jarðskjálftinn fannst víða í Indlandi
Jarðskjálftinn fannst víða í Indlandi AFP

Vitað er að yfir 100 slösuðust pg 17 létust í Pakistan í jarðskjálfta sem skók Suður-Asíu í morgun. Ekki hafa borist fregnir af manntjóni og slösuðum í Hindu Kush héraði í Afganistan þar sem upptök skjálftans voru. Jarðskjálftinn var 7,5 stig og bara hafa borist fregnir af slösuðum í Peshawar í nágrannaríkinu í Pakistan.

 Jarðskjálftinn reið yfir kl. rúmlega fimm í morgun að íslenskum tíma og þrátt fyrir að hann hafi verið gríðarlega öflugur er vonast til þess að þar sem hann var á miklu dýpi, 213,5 km, þá sé eyðileggingin minni en annars hefði verið.

AFP fréttastofan hefur eftir Muhammad Sadiq, yfirlækni á ríkisspítalanum í Peshawar í Norður-Pakistan að fjölmargir séu enn að koma á sjúkrahúsið og að enn sé fólk grafið undir rústum húsa. 

Átta létust, þar af fjögur börn, í Bajaur héraði sem liggur við landamæri Afganistan. Átta til viðbótar létust í borginni Mingora í Swatdalnum og ein kona lést í Peshawar. Enn hafa ekki borist fréttir af slösuðum og látnum frá Afganistan.

Byggingar í Kabúl í Afganistan, Islamabad í Pakistan og Nýju-Delí í Indlandi gengu til í skjálftanum en hann stóð yfir í rúma mínútu.

Árið 2005 létust 75 þúsund manns þegar jarðskjálfti upp á 7,6 stig reið yfir Kasmírhérað í Pakistan. Í apríl á þessu ári létust níu þúsund í jarðskjálfta upp á 7,8 stig í Nepal. Um 900 þúsund heimili skemmdust eða eyðilögðust í skjálftanum.

Upptök skjálftans nú eru skammt frá upptökum skjálftans í október 2005 en þá misstu 3,5 milljónir heimili sín.

Harður jarðskjálfti í Afganistan

AFP
Fólk flúði út á götur í Nýju-Delí í morgun er …
Fólk flúði út á götur í Nýju-Delí í morgun er jarðskjálftinn reið yfir. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert