Cameron notar Íslandsferðina

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, hyggst nota ferð sína til Íslands síðar í vikunni meðal annars til þess að lýsa því yfir að hann voni að Bretar verði áfram innan Evrópusambandsins og að fyrirkomulag eins og Norðmenn hafi við sambandið henti ekki breskum hagsmunum. Cameron verður hér á landi vegna ráðstefnunnar Northern Future Forum í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.

Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Guardian en Noregur er eins og Ísland aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sem veitir landinu aðgang að innri markaði Evrópusambandsins gegn því að taka upp löggjöf sambandsins sem snýr að honum. Stuðningsmenn þess að Bretland gangi úr Evrópusambandinu hafa meðal annars bent á Noreg og Sviss sem fyrirmyndir komi til þess að Bretar segi skilið við sambandið.

Cameron hefur boðað þjóðaratkvæði í Bretlandi um veru landsins í Evrópusambandinu fyrir árslok 2017. Áður en kosningin fer fram hyggst hann semja um breytt tengsl Breta við sambandið. Kjósendur hefði þá val á milli þess fyrirkomulags eða að yfirgefa Evrópusambandið.

Samkvæmt frétt Guardian hefur Cameron einnig í hyggju að vísa á bug hugmyndum sem viðraðar hafi verið um að tvær þjóðaratkvæðagreiðslur fari fram. Ein um það hvort Bretland verði áfram í Evrópusambandinu eða ekki og önnur um það hvernig tengsl landsins verði við sambandið í framtíðinni verði áframhaldandi aðild hafnað.

Haft er eftir ónafngreindum heimildarmanni í breska stjórnarráðinu að þjóðaratkvæðið um áframhaldandi veru í Evrópusambandinu verði endanleg. Bretar kjósi annað hvort með því að vera áfram í sambandinu eða ekki.

mbl.is
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...