Harður jarðskjálfti í Afganistan

mbl.is/Kristinn

Jarðskjálfti sem mældist 7,5 stig reið yfir norðurhluta Afganistans fyrir skömmu og fannst hann víða. Ekki hafa borist fréttir af því hvort skjálftinn var mannskæður. Skjálftinn fannst víða í Afganistan, Indlandi og Pakistan og hafa birst myndir í sjónvarpi af fólki flýja í ofboði út úr háhýsum. 

Fyrst var greint frá því að skjálftinn hafi mælst 7,7 stig en nú hefur jarðvísindastofnun Bandaríkjanna lækkað hann niður í 7,5 stig. Upptök skjálftans eru í  Hindu Kush héraði, skammt frá Jarm, og fannst hann víðast hvar í Suður-Asíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert