Aðeins fjórir rannsaka mál Madeleine

Madeleine McCann
Madeleine McCann PA

Búið er að draga verulega úr fjölda lögreglumanna sem rannsaka hvarf Madeleine McCann. Áður voru 29 lögreglumenn í hópi þeirra sem rannsökuðu hvarfið en nú eru þeir aðeins fjórir. Stúlkan var þriggja ára gömul þegar hún hvarf af hóteli í Portúgal í maí árið 2007.

Lögregla í Portúgal hætti rannsókn á málinu fimmtán mánuðum eftir hvarf hennar og í þrjú ár var engin formleg rannsókn á máli hvarfinu. Scotland Yard hóf rannsókn á málinu árið 2011 og hóf síðan að rannsaka málið af fullum krafti fyrir tveimur árum. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert