Síerra Leóne laust við ebólu

Íbúar landsins hafa fagnað tíðindunum.
Íbúar landsins hafa fagnað tíðindunum. AFP

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur lýst því formlega yfir að ebólufaraldurinn herji ekki lengur á Afríkuríkið Síerra Leóne. Þúsundir komu saman í Freetown, höfuðborg landsins, á miðnætti til að fagna þessu. Þá höfðu liðið 42 dagar frá því ebóla greindist síðast í landinu.

Landsmenn fögnuðu því einnig þegar fulltrúi WHO lýsti þessu formlega yfir í dag, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins. 

Tæplega 4.000 létust af völdum veirunnar sl. eitt og hálft ár í Síerre Leóne. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert