Svíþjóð tekur upp landamæraeftirlit

Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að hún hygðist tímabundið taka upp landamæraeftirlit vegna þess fjölda flóttafólks sem kemur til landsins á degi hverjum.

„Metfjöldi flóttamanna er að koma til Svíþjóðar. Flóttamannastofnunin er undir miklum þrýstingi... og lögreglan trúir því að ástandið ógni almannaró,“ sagði innanríkisráðherrann Anders Ygeman á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag samkvæmt AFP. „Því munum við taka upp landamæraeftirlit á landamærum ríkisins að nýju á morgun frá klukkan 12:00 yfir tíu daga tímabil.“

Samskiptastjóri Flóttamannastofnunnar Svíþjóðar, Mikael Hvinlund, segir 80 þúsund flóttamenn hafa komið til landsins í september, næstum því jafn margir og komu allt árið 2014. Svíþjóð hefur tekið á móti flestum flóttamönnum miðað við höfðatölu af öllum löndum Evrópu. Gert er ráð fyrir að undir lok árs 2015 hafi landið tekið á móti 190 þúsund flóttamönnum í heildina.

„Fólk neyðist til að sofa í tjöldum, skrifstofum og rýmingarmiðstöðvum sem eru vanalega notaðar í náttúruhamförum,“ sagði Hvinlund. „Við erum ekki að uppfylla skyldu okkar sem er að bjóða öllum þak yfir höfðuð... Að koma aftur á landamæraeftirliti getur hjálpað okkur.“

Ríkisstjórnin hefur jafnframt farið fram á það við fyrirtæki sem starfrækja ferjur milli Þýskalands og Svíþjóðar að farþegar verði krafðir um að sýna vegabréf eða nafnskírteini en ríkisstjórnin getur ekki neytt fyrirtækin til að taka þá venju upp.

„Það þarf að taka á móti flóttafólki á reglubundinn og vandaðan hátt,“ sagði forsætisráðherra landsins, Stefan Lofven á fundir leiðtoga Evrópu- og Afríkuríkja um stöðu flóttafólks í morgun.

Svíþjóð biðlaði í síðustu viku til Evrópusambandsins um aðstoð við að koma hluta þeirra sem leitað hafa til Svíþjóðar fyrir annars staðar.

Anders Ygeman t.h. og Mikael Hvinlund á blaðamannafundi í dag.
Anders Ygeman t.h. og Mikael Hvinlund á blaðamannafundi í dag. AFP
mbl.is
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....