Átta hryðjuverkamenn létu lífið

Einn hryðjuverkamannanna sprengdi sig í loft upp við kaffihúsið Comptoire …
Einn hryðjuverkamannanna sprengdi sig í loft upp við kaffihúsið Comptoire Voltaire. mbl.is/afp

Átta hryðjuverkamenn biðu bana í tilræðunum í París í gærkvöldi en ekki hefur verið útilokað að einhverjir vitorðsmenn þeirra hafi flúið af vettvangi.

Þrír menn sprengdu sjálfa sig upp í nágrenni þjóðarleikvangsins Stade de France og þrír gerðu slíkt hið sama er umsátri um tónleikahúsið Bataclan lauk. Voru þeir fjórir sem þar ruddust inn og felldi lögreglan einn mannanna er hún réðist inn og leysti stóran hóp tónleikagesta úr gíslingu.

Áttundi maðurinn beið síðan bana er hann sprengdi belti sem hann bar um sig miðjan á Voltaire-breiðgötunni.

mbl.is