Hryðjuverkin á sex stöðum í París

Fólk faðmast á strætisvagnastöð rétt við Bataclan-tónleikahöllina í miðborg Parísar.
Fólk faðmast á strætisvagnastöð rétt við Bataclan-tónleikahöllina í miðborg Parísar. AFP

Hryðjuverkin í París í gærkvöldi voru framin á fimm stöðum í tíunda og ellefta hverfi borgarinnar. Fyrir utan sjálfsmorðssprengjur létu árásarmenn skothríð úr öflugum árásarrifflum rigna á veitingahúsum, börum og öðrum stöðum þar sem fólk naut kvöldblíðunnar í frönsku höfuðborginni.

Þannig var ráðist á barina La Belle équipe í Rue de Charonne og vitað er um 18 sem týndu þar lífi. Einnig var skothríð látin dynja á barnum Le Carillon og veitingahúsinu Le Petit Cambodge á mótum gatnanna Rue Bichat og Rue Alibert. Þar biðu a.m.k. 12 manns bana. 

Loks var skotið á pizzustaðinn La Casa Nostra í Rue de la Fontaine au Roi og létu fimm þar lífið. Skotið var einnig á skotmörk í Voltaire breiðgötunni og á tónleikastaðinn Bataclan sem hryðjuverkamennirnir réðust inn á en þar varð manntjónið einna mest.

Um klukkan 21:20 sprungu þrjár sprengjur með stuttu millibili skammt frá þjóðarleikvanginum Stade de France en þar fór fram landsleikur Frakklands og Þýskalands í knattspyrnu. Að sögn lögreglu mun þar hafa verið um sjálfsvígsárásir að ræða. Vitað er um fjóra sem létu lífið í þessum sprengingum en þrír þeirra munu hafa verið tilræðismennirnir sjálfir.

Á tónleikastaðnum Bataclan voru um 1.500 gestir að hlýða á rokktónlist er fjórir hermdarverkamenn réðust þar inn. Skutu þeir án afláts er þeir ruddust inn og tóku staðinn í gíslingu sem stóð í um þrjár klukkustundir. Lögregla gerði svo áhlaup á staðinn hálfri stundu eftir miðnætti og lauk aðgerðum hennar hálfri stundu síðar. Árásarmennirnir fjórir létu lífið, þrír með því að sprengja sprengjubelti sem þeir báru. Að sögn lögreglu létu „tugir“ manns lífið á Bataclan, 83 særðust lífshættulega og 132 særðust alvarlega.

Klukkan fimm í morgun í París var ljóst að 126 manns að minnsta kosti höfðu týnt lífi í hryðjuverkaárásunum og yfir 200 særst. Enn eru ekki öll kurl komin til grafar og því talið að tölur um manntjón geti átt eftir að breytast.

François Hollande forseti lýsti yfir neyðarástandi í landinu og lokaði landamærum.

Í framhaldi af tilræðunum hvatti sýslumaðurinn í París fólk til að halda sig inni við á heimilum sínum og ekki fara út nema af afar brýnni nauðsyn. Fimm neðanjarðarlestir hættu að ganga, línur 3, 5, 8, 9 og 11.

Lögreglumenn rannsaka vettvang við kaffihúsið La Belle Equipe í Rue …
Lögreglumenn rannsaka vettvang við kaffihúsið La Belle Equipe í Rue de Charonne. mbl.is/afp
Á vettvangi tilræðis í götunni Rue Bichat í miðborg Parísar …
Á vettvangi tilræðis í götunni Rue Bichat í miðborg Parísar í gærkvöldi. mbl.is/afp
Björgunarmenn flytja fórnarlömb tilræðis í París í gærkvöldi undir læknishendur.
Björgunarmenn flytja fórnarlömb tilræðis í París í gærkvöldi undir læknishendur. mbl.is/afp
Fórnarlömb tilræðisins á tónleikahúsinu Bataclan fluttir burt í strætisvögnum í …
Fórnarlömb tilræðisins á tónleikahúsinu Bataclan fluttir burt í strætisvögnum í París í gærkvöldi. mbl.is/afp
Innanríkisráðherrann Bernard Cazeneuve (t.v.) og Francois Hollande forseti skoða kort …
Innanríkisráðherrann Bernard Cazeneuve (t.v.) og Francois Hollande forseti skoða kort af vettvangi tilræðanna í París í gærkvöldi. mbl.is/afp
Ástandið í París eftir tilræðin í gærkvöldi var eins og …
Ástandið í París eftir tilræðin í gærkvöldi var eins og á vígvelli. Hér eru fórnarlömb tilræða flutt á brott í götunnu Rue Oberkampf skammt frá tónleikastaðnum Bataclan. mbl.is/afp
Ástandið í París eftir tilræðin í gærkvöldi var eins og …
Ástandið í París eftir tilræðin í gærkvöldi var eins og á vígvelli. Hér eru fórnarlömb tilræða flutt á brott í götunnu Rue Oberkampf skammt frá tónleikastaðnum Bataclan. mbl.is/afp
Ástandið í París eftir tilræðin í gærkvöldi var eins og …
Ástandið í París eftir tilræðin í gærkvöldi var eins og á vígvelli. Hér eru fórnarlömb tilræða flutt á brott. mbl.is/afp
Ástandið í París eftir tilræðin í gærkvöldi var eins og …
Ástandið í París eftir tilræðin í gærkvöldi var eins og á vígvelli. mbl.is/afp
Hermenn loka agötum í París í framhaldi af tilræðunum í …
Hermenn loka agötum í París í framhaldi af tilræðunum í gærkvöldi. mbl.is/afp
Ástandið í París eftir tilræðin í gærkvöldi var eins og …
Ástandið í París eftir tilræðin í gærkvöldi var eins og á vígvelli. Hér eru aðgerðir í gangi í götunni Rue Oberkampf skammt frá tónleikastaðnum Bataclan. mbl.is/afp
Bæjarbúi í Rennes fylgist með sjónvarpsávarpi Francois Hollande forseta í …
Bæjarbúi í Rennes fylgist með sjónvarpsávarpi Francois Hollande forseta í gærkvöldi. mbl.is/afp
Áhorfendur á leik Frakka og Þjóðverja bíða eftir leyfi til …
Áhorfendur á leik Frakka og Þjóðverja bíða eftir leyfi til að yfirgefa leikvanginn Stade de France. mbl.is/afp
mbl.is

Bloggað um fréttina