Neita að taka við flóttamönnum

AFP

Pólverjar ætla ekki að taka við flóttamönnum, í tengslum við áætlun Evrópusambandsins um að ríki sambandsins skipti með sér flóttafólki sem komið hefur til þess á undanförnum vikum og mánuðum, í kjölfar hyrðjuverkaárásanna í París, höfuðborg Frakklands, í gærkvöld.

Fram kemur í frétt AFP að Konrad Szymanski, verðandi Evrópuráðherra Póllands, hafi lýst þessu yfir í dag. Ráðherrann viðurkenndi að ákvörðunin hefði verið tekin með lögmætum hætti á vettvangi Evrópusambandsins, þó Pólverjar hafi lagst gegn henni, en í kjölfar atburðanna í París væru ekki lengur pólitískt mögulegt að virða þá ákvörðun.

Szymanski verður Evrópuráðherra í nýrri ríkisstjórn hægrimanna í Póllandi en þeir höfðu sigur í þingkosningunum í landinu í lok síðasta mánaðar. Stefna þeirra er meðal annars að stöðva straum flóttamanna til Póllands.

mbl.is