Þjóðfylkingin býst við sigrum

Eldri kona gengur framhjá auglýsingum frambjóðenda í Dijon.
Eldri kona gengur framhjá auglýsingum frambjóðenda í Dijon. AFP

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag en nú fara fram héraðskosningar. Þetta eru fyrstu kosningarnar í landinu síðan að 130 létu lífið í hryðjuverkaárásum í París. Samkvæmt frétt BBC munu úrslit þessa kosningu sýna stuðning þjóðarinnar við ríkisstjórnina og viðbrögð hennar við árásunum 13. nóvember.

Þjóðfylkingin sem er flokkur þjóðernissinna, vonast eftir stórsigri í dag, sem og íhaldsflokkur fyrrum forsetans Nicolas Sarkozy, Les Republicans. Talið er að báðir flokkar muni sigra í meirihluta héraða. Í þeim héruðum þar sem ekki næst hreinn meirihluti er kosið aftur eftir viku.

Þjóðfylkingin, með Marine Le Pen í broddi fylkingar, er m.a. líkleg til þess að sigra í héraðinu Nord-Pas-De-Calais-Picarde. Það væri í fyrsta skipti sem Þjóðfylkingin nær meirihluta í Frakklandi.

Les Republicains og Þjóðfylkingin eru samanlagt með um 30% atkvæða á meðan Sósíalistaflokkur Francois Hollande, forseta Frakklands er með 22% atkvæða. Útlit er fyrir að sósíalistar muni missa einhver héruð í kosningunni í dag.

Með góðu gengi í dag vonast Þjóðfylkingin til þess að auka líkur flokksins á að ganga vel í forsetakosningum í Frakklandi árið 2017.

Nýlegar kannanir gefa til kynna að vinsældir Þjóðfylkingarinnar hafi aukist um 4-7% síðan árásirnar í París voru framdar.

Francois Hollande, forseti Frakklands.
Francois Hollande, forseti Frakklands. AFP
Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar.
Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar. AFP
Nicolas Sarkozy, fyrrum forseti Frakklands og leiðtogi Les Republicains.
Nicolas Sarkozy, fyrrum forseti Frakklands og leiðtogi Les Republicains. AFP
mbl.is
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Bilskúr, geymsla Hvalvik 4 Keflavík
26 fm upphitað geymsluhúsnæði í Reykjanesbæ. Verð 40 000 á mánuði með húsgjöldum...