Sögulegt samkomulag í París

AFP

Sögulegt samkomulag um aðgerðir í loftslagsmálum var samþykkt í París rétt í þessu. „Ég legg það nú fyrir COP að innleiða skjalið. Ég sé engan hreyfa mótbárum,“ sagði Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, sem hefur haldið utan um viðræðurnar.

COP er skammstöfun á Conference of the parties.

Áður hafði verið tilkynnt um nokkrar leiðréttingar á drögunum sem samþykkt voru fyrr í dag.

Frétt mbl.is: Sögulegu samkomulagi landað í París?

„Þú verður að slá hamarshögg,“ sagði Christina Figueres, loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna, við Fabius. „Þetta er lítill hamar en hann dugir vel,“ sagði utanríkisráðherrann og barði hamrinum niður til marks um að samkomulagið hefði verið samþykkt.

Andrúmsloftið í ráðstefnusalnum er tilfinningaþrungið, samkvæmt blaðamanni Guardian. Fólk fagnar, faðmast og kyssist, og gerir engar tilraunir til að halda aftur af tárunum. „Þetta er betra en á fótboltaleik,“ segir Fiona Harvey.

Frétt mbl.is: Sameiginlegir langtímahagsmunir

 Menn eru þegar farnir að eigna sér heiðurinn...

Aðrir gleðjast yfir því að samkomulag sé í höfn.

Margir biðu í eftirvæntingu..

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert