Svíþjóðardemókratar með 18,9%

Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar AFP

Stjórnarflokkarnir í Svíþjóð njóta ekki stuðnings nema 37,3% kjósenda en Svíþjóðardemókratar eru með 18,9% fylgi. Þetta er niðurstaða nýrrar Ipsos könnunar sem birt er í Dagens Nyheder í dag.

Þjóðernisflokkurinn Svíþjóðardemókratar hefur aldrei áður fengið jafn mikið fylgi í könnunum Ipsos og nú. Í frétt DN kemur fram að stjórnarflokkarnir, jafnaðarmenn og Græningjar, hafa misst um hálfa milljón atkvæða frá því kosningar fóru fram í landinu í september 2014.

Bandalag hægri flokka eru með 41,3% atkvæða þannig að ljóst er að ef Svíar gengju að kjörborðinu nú þá væri ekki hægt að mynda meirihlutastjórn án Svíþjóðardemókrata en þeir hafa hingað til ekki verið taldir stjórntækir af vinstri- og hægriflokkunum.

Skoðanakönnunin var gerð á tímabilinu 3.-14. desember eða eftir að sænska ríkisstjórnin tilkynnti um að hertar yrðu reglur um komu flótta- og förufólks til landsins í þeirri von að draga úr flóttamannastraumnum.

Þessi ákvörðun stjórnvalda hefur þegar haft áhrif því þeim hefur fækkað sem sækja um hæli í Svíþjóð og eins hafa margir dregið umsókn sína til baka.

Í annarri skoðanakönnun sem einnig var birt í dag - en annarri aðferðarfræði var beitt við gerð hennar- virðist allt benda til þess að Svíþjóðardemókratar séu enn vinsælli því í þeirri könnun fá þeir 22% atkvæða. Sú könnun var unnin af Novus fyrir sænsku sjónvarpsstöðina TV4.

Frétt DN.se

mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Toyota Rav4 2005. Skoðaður 2020
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3901197 RAV4 6/2005 SJÁ...
Bíll
Góður bíll til sölu. Toyota Avensis árg, 2001 ekinn 270 þús. Hefur verið í góð...
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...