Telja Finnland betur sett án evrunnar

AFP

Rúmlega tvöfalt fleiri Finnar telja að finnskt efnahagslíf væri í betri stöðu án evrunnar en þeir sem telja að það hefði slæm áhrif að segja skilið við hana. Engu að síður vilja fleiri halda í evruna en þeir sem vilja hætta að nota hana sem gjaldmiðil Finnlands.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrir finnska ríkisútvarpið YLE. Samtals eru 44% Finna á því að efnahagur Finnlands væri í betri málum án evrunnar en 20% telja að finnskt efnahagslíf væri í verri stöðu utan evrusvæðisins. 30% segja að það myndi engu skipta. 

Eftir sem áður myndu 54% Finna vilja halda evrunni á meðan 31% vilja segja skilið við hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert