Vilja ekki í Evrópusambandið

Norden.org

Mikill meirihluti Norðmanna er andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í Noregi sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norska dagblaðið Nationen eða 72% án meðan aðeins 18,1% vilja ganga í sambandið.

Fram kemur á fréttavef Nationen að mestur stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið af kjósendum norskra stjórnmálaflokka sé á meðal stuðningsmanna Hægriflokksins. Engu að síður sé aðeins einn af hverjum fjórum þeirra hlynntir inngöngu.

Haft er eftir Elisabeth Aspaker, Evrópumálaráðherra Noregs, að Evrópusambandið sé ekki á dagskrá í norskri þjóðfélagsumræðu. Ennfremur sé reynslan af EES-samningnum góð. Þá hafi efnahagserfiðleikarnir innan sambandsins haft sín áhrif.

Meirihluti hefur verið í Noregi gegn inngöngu í Evrópusambandið í öllum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið þar í landi undanfarinn áratug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann.Hafið samband við kattholt@katthol...
Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Fleiri myndir af stiganum á meðfylgjandi mynd eru í möppu 110 á Fésinu okkar, (...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...