Sagði konurnar hafa staðið í „rekstri“

Utanríkisráðherrar Suður-Kóreu og Japan takast í hendur á blaðamannafundi vegna …
Utanríkisráðherrar Suður-Kóreu og Japan takast í hendur á blaðamannafundi vegna samkomulagsins um afsökunarbeiðni og bætur til handa þeim konum sem brotið var gegn. AFP

Japanskur þingmaður sagði í dag að svokallaðar „þægindakonur“, þ.e. konur sem voru neyddar í kynlífsþrælkun fyrir japanska herinn í seinni heimstyrjöldinni, hefðu verið „atvinnu-vændiskonur“. Hann hefur þegar verið tilneyddur til að taka ummælin til baka og biðjast afsökunar.

Frétt mbl.is: Sögulegt samkomulag Japans og Kóreu

Um er að ræða hátt settan þingmann stjórnarflokks forsætisráðherrans Shinzo Abe, en ummæli hans vöktu hörð viðbrögð í Seúl. Skammt er síðan stjórnvöld í Tókýó báðust afsökunar og samþykktu að greiða suður-kóreskum fórnarlömbum sem enn eru á lífi jafnvirði 8,5 milljóna dala í skaðabætur.

Frétt mbl.is: Sópi ekki sögunni undir teppið

Samkomulagið milli þjóðanna var sagt „endanlegt og óafturkræft“.

Kynlífsþrælkun Japana hefur verið ásteytingarsteinn í samskiptum þjóðanna áratugum saman, en Japanir réðu Kóreuskaga með harðri hendi frá 1910-1945. Sumar þeirra kvenna sem haldið var í kynlífsþrælkun hafa gagnrýnt samkomulagið og sérstaklega neitun Japana á því að axla lagalega ábyrgð.

Frétt mbl.is: Blaðið hafi smánað sögu landsins

Ummælin umdeildu lét þingamðurinn Yoshitaka Sakurada falla á fundi með tíu öðrum þingmönnum. Vildi hann meina að hinar meintu atvinnu-vændiskonur hefðu í raun staðið í rekstri. Sakurada, sem var áður aðstoðarráðherra, baðst síðar afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla.

Talsmenn stjórnvalda hafa ekki viljað tjá sig um ummælin.

Frétt mbl.is: Japanir svari fyrir kynlífsþrælkun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert