Dauði Jihadi John staðfestur

Mohammed Emwazi, áður kallaður Jihadi John.
Mohammed Emwazi, áður kallaður Jihadi John.

Jihadi John lést í drónaárás í sýrlensku borginni Raqqa 12. nóvember á síðasta ári. Ríki íslams hefur staðfest þetta með því að birta eitthvað sem virðist vera minningargrein um skæruliðann en hans rétta nafn var Mohammed Emwazi. Greinin birtist í tímaritinu Dabiq og staðfestir grun bandarískra embættismanna sem sögðust á síðasta ári vera 99% vissir um að Emwazi hefði látið lífið í bandarískri drónaárás á bifreið.

Emwazi var 27 ára gamall og ólst upp að mestu leyti í Bretlandi. Hann kom fram í fjölmörgum aftökumyndböndum hryðjuverkasamtakanna og vakti breskur hreimur hans athygli  og hlaut hann síðar viðurnefnið „Jihadi John“ í vestrænum fjölmiðlum.

Í greininni kemur fram að Emwazi hafi látist samstundis þegar  bifreið sem hann var í var sprengd upp af dróna.

Er honum lýst sem „virðingarverðum bróður“ sem þekktur var fyrir „ miskunnsemi sína og örlæti". Er nefnt sem dæmi að hann hafi eitt sinn gefið frá sér hjákonu sína til „ógifts og særðs bróður“.

Emwazi birtist fyrst í aftökumyndbandi samtakanna í ágúst 2014 þar sem bandaríski blaðamaðurinn James Foley var tekinn af lífi. Í kjölfarið mátti sjá hann í mörgum öðrum myndböndum, til að mynda þegar  bresku sjálfboðaliðarnir Alan Henning og David Haines voru teknir af lífi, og þegar  bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff og bandaríski sjálfboðaliðinn Abdul-Rahman Kassig voru drepnir. 

Emwazi sást síðast í myndbandi þegar japanski blaðamaðurinn Kenji Goto var tekinn af lífi í janúar á síðasta ári.

Emwazi fæddist í Kúveit en flutti til Bretlands með fjölskyldu sinni þegar hann var sex ára gamall. Hann stundaði nám í tölvunarfræði við háskólann í Westminster en fór til Sýrlands í 2013. Hann og þrír aðrir skæruliðar Ríkis íslams voru kallaðir „Bítlarnir“ af gíslum þeirra vegna bresks hreims þeirra.

Frétt Sky News. 

Mikið var fjallað um Mohammed Emwazi í vestrænum fjölmiðlum eftir …
Mikið var fjallað um Mohammed Emwazi í vestrænum fjölmiðlum eftir að hann fór að birtast í aftökumyndböndum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert