Fimm látnir eftir skotárásina

Árásin átti sér stað í La Loche Community school skólanum.
Árásin átti sér stað í La Loche Community school skólanum. Mynd/La Loche Community School

Fimm manns létust eftir skotárás í skóla í bænum La Loche í norðurhluta Saskatchewan héraðsins í Kanada í dag. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, staðfesti þetta áðan, en tveir til viðbótar eru lífshættulega slasaðir. Trudeau er sjálfur staddur í Sviss á ráðstefnu í Davos. Sagði hann að þetta væri hræðilegur dagur og martröð hvers foreldris.

Frétt mbl.is: Skotárás í skóla í Kanada

Meintur árásarmaður er í haldi lögreglunnar og segir lögreglan að búið sé að ná tökum á ástandinu. Fyrst var talið að tveir hefðu látist, en staðfest var að fleiri hefðu verið fluttir á sjúkrahús.

2.600 manns búa í bænum, en flestir þeirra flokka sig sem frumbyggja Kanada (e. first nations people).  La Loche er 3.000 manna bær um 450 kílómetra norðaustur af Edmonton í miðhluta Kanada. 

La Loche er á mjög afskekktum stað í mið-norður hluta …
La Loche er á mjög afskekktum stað í mið-norður hluta Kanada. Mynd/Google maps
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert