Hættulegri með hverri mínútu

Bac Duoung er í miðjunni en hinir tveir ganga enn …
Bac Duoung er í miðjunni en hinir tveir ganga enn lausir. AFP

Lögreglan í Orange County í Kaliforníu segir að tveir menn sem ganga lausir eftir að hafa brotist út úr fangelsi fyrir viku síðan verði hættulegri með hverri mínútunni.

„Því lengur sem þeir eru þarna úti þeim mun örvæntingarfyllri verða þeir og þá verða þeir enn hættulegri,“ sagði Jeff Hallock hjá lögreglunni í Orange County. 

Bac Doung, einn þriggja manna sem brutust út úr fangelsinu, gaf sig fram við lögreglu í borginni Santa Ana í gærkvöldi.

Mennirnir sem brutust út með honum, Houssein Nayeri sem er 37 ára, og Jonathan Tieu sem er tvítugur, eru báðir taldir hættulegir og líklega vopnaðir. Leit stendur yfir að þeim suðaustur af borginni Los Angeles.

Hvítur sendiferðabíll sem lögreglan telur að fangarnir hafi búið í hefur ekki fundist.

Hann bætti við að mennirnir tveir sem eru eftirlýstir hafi hugsanlega flúið til Fresno eða San Jose, sem eru á milli borganna Los Angleles og San Francisco.

Síðastliðinn fimmtudag var 44 ára enskukennari, Nooshafarian Ravaghi, handtekinn fyrir að aðstoða mennina þrjá. Hún hafði kennt í Nayeri í fangelsinu í Santa Ana.

Frétt mbl.is: Gaf sig fram við lögreglu eftir viku á flótta

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert