Ógnarnýlenda að ferðamannastað

Myndir af upprunalegum íbúum Villa Baviera, sem þá hét Colonia ...
Myndir af upprunalegum íbúum Villa Baviera, sem þá hét Colonia Dignidad. AFP

Átján ár eru liðin frá því að Winfried Hempel slapp loks úr greipum sértrúarsafnaðar undir stjórn Paul Schaefer, sem eitt sinn var liðsforingi í hersveitum nasista. Hann fær enn matraðir vegna þess sem hann mátti þola innan safnaðarins, sem varð til í nýlendu þýskra innflytjenda í Chile.

Í dag er Hempel lögmaður og fer fyrir málsókn gegn stjórnvöldum í Chile og Þýskalandi, sem hann segir hafa látið ofbeldið innan safnaðarins viðgangast. Schaefer, sem var einn upphafsmanna Colonia Dignidad, var dæmdur fyrir barnaníð en fórnarlömbum safnaðarins misbýður að íbúar nýlendurnar skuli nú hafa tekjur af ferðamönnum.

Þegar Schaefer rak búðirnar átti hann samstarf við ráðamenn í stjórn einræðisherrans Augusto Pinochet, en leynilögregla hans notaði nýlenduna til að pynta andstæðinga.

Hempel segir sértrúarsöfnuð Schaefer einn þann versta í mannkynssögunni og suðupott kristilegs ofstækis. Hann hefur, sem fyrr segið, höfðað mál fyrir hönd 120 fyrrverandi íbúa nýlendunnar en þeir saka stjórnvöld í Chile um að hafa leyft söfnuðinum að dafna, á tímabili þar sem fjöldi fólks var hnepptur í þrældóm og misnotaður.

Þá hefur Hempel sakað stjórnvöld í Þýskalandi um að hafa brugðist þýskum ríkisborgurum sem voru misnotaðir.

Fórnarlömbum Schaefer svíður að staðurinn hafi verið opnaður ferðamönnum og ...
Fórnarlömbum Schaefer svíður að staðurinn hafi verið opnaður ferðamönnum og að íbúar láti eins og ekkert hafi gerst. AFP

Þrældómur og misnotkun

Colonia Dignidad var stofnuð af Schaefer og öðrum þýskum innflytjendum árið 1961. Hún liggur meðal hæða og akra um 350 km suður af höfuðborginni Santiago. Í dag er búið að opna nýlenduna ferðamönnum undir nafninu Villa Baviera en staðurinn er mun líkari þýsku þorpi en þorpi í miðhluta Chile.

Þessi þróun hefur vakið reiði meðal fórnarlamba, sem segja að varðveita ætti staðinn til minningar um þá sem voru misnotaðir.

„Ég get enn fundið lyktina af þjáningu fólksins á staðnum,“ segir hinn 38 ára Hempel. Hann man eftir Schaefer, sem klæddist svörtu, setti strangar reglur og útdeildi refsingum.

Upphaflega sagðist Schaefer hafa haft í huga að stofna útópískt bændasamfélag en rannsóknir leiddu í ljós að um þriggja áratuga skeið voru íbúarnir heilaþvegnir, hnepptir í þrældóm og misnotaðir.

Allt frá fæðingur voru börnin alin upp án samskipta við foreldra sína, sem Hempel segir hafa gert þau að auðveldum fórnarlömbum fyrir Schaefer. Sjálfur kynntist Hempel ekki foreldrum sínum fyrr en hann varð 10 ára gamall.

„Það var guð sem var kallaður Schaefer,“ segir hann. „Það var eins og við hefðum fæðst á tilraunastofu. Þú áttir engan möguleika á því að komast að því hver þú varst.“

Árið 1997, sjö árum eftir að stjórn Pinochet leið undir lok, var fjöldi dómsmála höfðaður á hendur Schaefer. Hann flúði og var handtekinn í Argentínu 2005. Schaefer var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum, mannréttindabrot og vopnaburð, og lést í fangelsi árið 2010.

Kvikmynd um nýlenduna er væntanleg í febrúar, en Emma Watson og Daniel Bruhl fara með aðalhlutverk.

Schaefer var m.a. dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum.
Schaefer var m.a. dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum. AFP

„Guðdómlegt réttlæti“

Í dag telja íbúar Villa Baviera 160. Flestir eru á eftirlaunaaldri. Þeir rækta býflugur og hænsni. Þýski fáninn blaktir miðsvæðis, þar sem finna má hótel og veitingastað fyrir ferðamenn.

Íbúarnir forðast það að fordæma Schaefer. Einn maður sem AFP tók tali sagði að hann myndi svara til saka á himnum.

„Hann gerði líka góða hluti,“ segir maðurinn, sem segist af annarri kynslóð nýlendubúa. „Það er réttlæti á jörðu, sem hefur verið úthlutað. Og við endalokin bíður guðdómlegt réttlæti.“

Fórnarlömbum Schaefer sárnar hins vegar að íbúar nýlendurnar skuli láta eins og ekkert hafi í skorist.

Gabriel Rodriguez, sem býr í nálægu þorpi, var haldið föngum í viku í Colonia Dignidad, sem fanga stjórnar Pinochet.

„Að ýta undir ferðamennsku á stað þar sem minningarnar snúast um dauða, pyntingar, þrældóm og limlestingar þykir mér skjóta skökku við,“ segir hann. „Það er óvirðing við minningu þeirra sem þjáðust og dóu hér.“

Fjöldi mannréttindabrota var framin í nýlendunni í valdatíð Pinochet.
Fjöldi mannréttindabrota var framin í nýlendunni í valdatíð Pinochet. AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
Pallhýsi frá Travel Lite
Ferð með pallhýsi Nú er besti tíminn til að panta hús frá USA Verðið best , a...
Hákarl fyrir þorrablótin
Hákarl fyrir þorrablótin Sími 852 2629 Pétur Sími 898 3196 Ásgeir...
 
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...